Skrúbb

Gluggaþrif, teppahreinsun og allt hvað varðar þakrennur er okkar fag.

Þjónustan okkar

Þakrennuhreinsun

- Hand hreinsum rennur

- Spulúm rennur með með vatni

- Skoðum rennsli á niðurföllum og losum stíflur ef þörf er á

- Sedum myndir af rennum eftir að verk er lokið

- Sendum ástandslýsingu á rennum eftir að verk er lokið

Þakrennuskipti & viðgerðir

Við sitjum upp nýjar rennur úr plasti, áli eða stáli. Fagleg uppstening og langur endingatími.

Gluggahreinsun & Þrif á klæðningu

Fyrir húsfélög, einbýlishús og fyrirtæki.

Körfubílarnir okkar ná allt að 8 hæðir.

Teppahreinsun

(djúphreinsun)

Djúphreinsun sem fjarlægir ryk, óhreinindi og bletti með fagbúnaði fyrir stigaganga og einbýlishús. Við lengjum líftíma teppa og tryggjum hreint rými.

Hvernig Pure Water kerfið virkar

Unger Pure Water kerfið notar hreinsað vatn sem hefur verið síað í gegnum öfuga himnuflæðitækni og fjórfalt síunarkerfi. Í vatninu eru engin uppleyst steinefni eða óhreinindi sem

annars skilja eftir bletti eða rákir á gleri.

Vatnið er leitt upp í bursta og gluggarnir hreinsaðir frá jörðu 1-2 hæð og úr körfubíl 3 hæð og ofar. Burstarnir eru úr mjúkum, slitsterkum nælon- eða gervitrefjum sem skemma ekki glerið en losa vel óhreinindi og ryk.

Ástand glerja getur þó verið mismunandi. Ef talið er nauðsynlegt að skafa gluggana eftir hreinsun, þá framkvæmum við það til að tryggja fullkominn árangur.

Þegar vatnið þornar skilur það glerið eftir kristaltært og án allra farða. Að okkar mati hefur þessi aðferð reynst best og virkar oft betur en hefðbundin hreinsun með sápu og sköfu, sem getur frekar skilið eftir sig rákir, skugga og tuskuför.

Teppahreinsun Skrúbbs

Skrúbb sérhæfir sig í faglegri teppahreinsun sem tryggir djúphreinsun, ferskleika og lengri líftíma teppa. Við notum háþróaðar hreinsunaraðferðir sem fjarlægja ryk, bakteríur og óhreinindi sem venjuleg ryksuga nær ekki til.

Ferlið byrjar á undirbúningi þar sem teppið er ryksugað og hreinsiefni borið á til að leysa upp óhreinindi.

Að því loknu er teppið djúphreinsað með sérhæfðri vél sem dregur vatn og óhreinindi upp úr trefjunum án þess að rýra gæði eða lit teppsins. Fyrir þráláta bletti eru notuð sérstök blettahreinsiefni sem tryggja sem besta niðurstöðu.

Þessi aðferð fjarlægir fitu, ryk, bakteríur og óhreinindi djúpt úr trefjunum og bætir þannig loftgæði og áferð. Regluleg teppahreinsun heldur teppunum þínum ferskum, endurnærðum og fallegum til lengri tíma.

Við hjá Skrúbb leggjum áherslu á öryggi, fagmennsku og vandaða vinnu. Með reglulegri hreinsun hjálpum við til við að viðhalda hreinu og heilnæmu innilofti — hvort sem um er að ræða heimili, fyrirtæki eða sameign.

Hvað viðskiptavinir segja

© Skrúbb 2025 Öll réttindi áskilin.

Powered by Brightiq